Borgarstígur 3, Borgarbyggð

Verð: 24.900.000


Tegund:
Sumarhús
Stærð:
96.30 m2
Inngangur:
Margir inngangar
Herbergi:
5
Byggingarár:
2006
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
17.885.000
Baðherbergi:
1
Brunabótamat:
31.900.000
Stofur:
1
Bílskúr:
Nei

Innan við 10 mín. akstur frá Borgarnesi þar sem hægt er að fá flesta þá þjónustu sem á þarf að halda auk afþreyingar, s.s. sund, golf ofl.  Heilsárshús,   hægt að búa þarna allt árið, betri lánamöguleikar.

Borgarstígur, Borgarbyggð, staðsett við Brókarvatn.  Skipti möguleg á húsbíl eða hjólhýsi.Húsið stendur undir lítilli klettaborg sem setur fallegan svip á umhverfið.

Um er að ræða heilsárshús, 82,3 fm og geymslu 14 fm. byggt úr timbri, steypt gólfplata með gólfhitalögn.

Hellulögð verönd með háum skjólvegg úr timbri er á tvo vegu við húsið.  Fyrir framan inngang er góð geymsla með tengi fyrir þvottavél.

Forstofa, flísar á gólfi, góður fataskápur.  

Snyrting, flísar á gólfi, góð innrétting, sturta.

Eldhús, góð innrétting (uppþv.vél. fylgir ekki), stofa, flísar á gólfum, dyr útá verönd.

4 svefnherbergi, parket á gólfum, eitt með fataskáp.  Góður stigi uppá rúmgott svefnloft og góða geymslu þar innaf.

Heitur pottur (rafmagns) fylgir.

Húsið er kynt með varmadælu  en allur búnaður fyrir gólfhitalögnina er til staðar í húsinu og hægt er að nota hana samhliða. Útigeymsla (14 fm.) flísar á gólfi, vatn og hiti.  Möguleiki að nota sem gestahús.Leigulóð  2.893 fm, lóðarleiga ca. 70.000,- per ár.   Gjald í félag sumarhúsaeigenda á svæðinu er kr. 10.000,- per ár. 

 
Kirkjubraut 40, 300 Akranes - – Sími 431-4144 – fastvest@fastvest.is - fastvest.is