FastVest kynnir:
SELD með fyrirvara um fjármögnun
Vallholt 13, Akranesi. Afar rúmgóð og
MIKIÐ ENDURNÝJUÐ efri sérhæð 127,2 fm í tvíbýli, ásamt ca. 35,5 fm bílskúr, samtals 162,9 fm
Staðsett í rólegu hverfi skammt frá m.a fjölbrautaskóla og grunnskóla og verslunarkjarna.
Útitröppur.
Forstofa, flísar á gólfi,hengi, kókósteppi á stiga upp í íbúðina (lagt 2020) Gangur og stofa með samfelldu parketi á gólfum.
Stór
stofa með dyrum út á svalir.
Eldhús, innrétting og gólfefni endurn. 2010, dökkar flísar á gólfi og á milli skápa, uppþvottavél fylgir
4 svefnherbergi, þar af eitt innaf eldhúsi, parket á öllum. Skápar í hjónaherbergi (endurnýjaðir 2020)
Baðherbergi (endurnýjað 2018) flísalagt í hólf og gólf, sturta og innrétting.
Þvottaherbergi staðsett á stigapalli, flísar á gólfi góð innrétting. (standsett 2011)
Kjallari: 8 fm geymsla.
Bílskúr Göngudyr, heitt og kalt vatn, rafmagn. Bílskúrshurð endurnýjuð 2017. Hellulagt bílaplan.
Stór og vandaður
sólpallur byggður 2020 með
heitum potti, köldu kari og lítilli
geymslu. (allt sameiginlegt með neðri hæð). Rennslinu í pottinn er stýrt með fjarstýringu.
Endurnýjað: Eldhús 2010. Þvottaherbergi 2011. Bílskúrshurð 2017. Baðherbergi 2018. Skolplagnir myndaðar 2018 og voru í lagi þá. Parket, teppi á stiga og skápur í hjónaherb 2020. Byggður sólpallur 2020. Gler og gluggar hafa verið endurnýjaðir eftir þörfum í gegnum árin (3 gluggar eftir). Það er verið að gera við sprungur á húsinu á tveimur hliðum og múrað í framhaldinu yfir viðgerðina (selj. greiða)
Eign sem hefur fengið reglulegt og gott viðhald í gegnum árin.
FastVest með þér alla leið