FastVest kynnir:
Brunngata 5 á Hólmavík.
Húsið er skráð sem PARHÚS hjá Fasteignaskrá Íslands.
Það þýðir að hægt er að skrá lögheimili sitt þar og hægt sé að fá "íbúðalán" út á húsið hjá fjármálastofnun m.a. hjá HMS.
** fasteignamat fyrir næsta ár 2024 er 14.500.000,-**
92,8 fm parhús á einni hæð.
Anddyri dúkalagt, fatahengi. Inn af því baðherbergi og sér þvottaaðstaða, dúkalagt.
Eldhús með bráðabirgða aðstöðu og vaski.
Stofa, útgangur á pall og afgirtan garð. Parket á gólfi.
3 herbergi, parket á gólfum.
Háaloft yfir öllu húsinu.
Geymsluskúr í garðinum.
Ragmagns kynding. Hitakútur fyrir vatn.
Húsið er í elsta hluta Hólmavíkur, byggt árið 1943. Þarfnast viðhalds.
Möguleiki á stuttum afhendingartíma.
FastVest með þér alla leið